Darraðardans við hafís á Halanum

Guðni Jónsson, yfirvélstjóri á Baldvini Njálssyni GK, tók mynd af …
Guðni Jónsson, yfirvélstjóri á Baldvini Njálssyni GK, tók mynd af Þerney RE að toga innan um ísinn í fyrradag. Í baksýn er tignarlegur borgarísjaki sem lónar innan um lagnaðarísinn. Ljósmynd/Guðni Jónsson

„Það er mokveiði hérna við ísinn. Það var ufsi hérna framan af, svo hefur þetta verið blandað, þorskur, ufsi og karfi,“ sagði Erling Arnar Óskarsson, skipstjóri á frystitogaranum Baldvini Njálssyni GK-400.

Þeir voru í gær á Halamiðum, um 40 sjómílur norðvestur af mynni Ísafjarðardjúps. Ellefu togarar voru þar að veiðum í gær.

„Við erum við ísinn og það eru alltaf einhverjar spýjur að koma. Við höfum verið í hálfgerðum vandræðum út af ísnum. Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Erling Arnar. Hann sagði að það sé stöðug hreyfing á ísnum. Vestlægar áttir voru ríkjandi í marga daga. Þá var allt lokað á þessum miðum út af hafís. Í fyrradag skipti um og kom austanátt og þá opnaðist svæðið um tíma.

Hafísinn er um 20 mílur frá landi og kominn inn …
Hafísinn er um 20 mílur frá landi og kominn inn fyrir lögsögumörkin sem sýnd eru á myndinni. Mörk hafíssins er teiknuð með hvítri línu. Mynd MODIS/NASA greind á Jarðvísindastofnun, lögsögumörk Landmælingar Íslands
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert