Darraðardans við hafís á Halanum

Guðni Jónsson, yfirvélstjóri á Baldvini Njálssyni GK, tók mynd af …
Guðni Jónsson, yfirvélstjóri á Baldvini Njálssyni GK, tók mynd af Þerney RE að toga innan um ísinn í fyrradag. Í baksýn er tignarlegur borgarísjaki sem lónar innan um lagnaðarísinn. Ljósmynd/Guðni Jónsson

„Það er mokveiði hérna við ís­inn. Það var ufsi hérna fram­an af, svo hef­ur þetta verið blandað, þorsk­ur, ufsi og karfi,“ sagði Erl­ing Arn­ar Óskars­son, skip­stjóri á frysti­tog­ar­an­um Bald­vini Njáls­syni GK-400.

Þeir voru í gær á Halamiðum, um 40 sjó­míl­ur norðvest­ur af mynni Ísa­fjarðar­djúps. Ell­efu tog­ar­ar voru þar að veiðum í gær.

„Við erum við ís­inn og það eru alltaf ein­hverj­ar spýj­ur að koma. Við höf­um verið í hálf­gerðum vand­ræðum út af ísn­um. Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Erl­ing Arn­ar. Hann sagði að það sé stöðug hreyf­ing á ísn­um. Vest­læg­ar átt­ir voru ríkj­andi í marga daga. Þá var allt lokað á þess­um miðum út af haf­ís. Í fyrra­dag skipti um og kom austanátt og þá opnaðist svæðið um tíma.

Hafísinn er um 20 mílur frá landi og kominn inn …
Haf­ís­inn er um 20 míl­ur frá landi og kom­inn inn fyr­ir lög­sögu­mörk­in sem sýnd eru á mynd­inni. Mörk haf­íss­ins er teiknuð með hvítri línu. Mynd MOD­IS/​NASA greind á Jarðvís­inda­stofn­un, lög­sögu­mörk Land­mæl­ing­ar Íslands
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert