Féfletti fólk um margra mánaða skeið

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Maður sem sagðist vera í umboði eiganda atvinnuhúsnæðis í Kópavogi rukkaði fólk sem þar bjó um leigu um margra mánaða skeið. Eigandi hússins er Landsbankinn sem segir umræddan mann ekki hafa verið á þeirra vegum. Upphæðin hleypur á milljónum.

Frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Þar var greint frá því að íbúar hafi greitt á milli 45 og 60 þúsund krónur á mánuði til mannsins. Fyrri leigusali varð gjaldþrota og Landsbankinn eignaðist húseignina á uppboði. 

Landsbankinn fékk upplýsingar um svikin og setti upp skilti í húsinu þar sem íbúar voru varaðir við að greiða manninum leigu. Bankinn hefur ekki kært málið til lögreglu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert