Féfletti fólk um margra mánaða skeið

Kópavogur
Kópavogur Ómar Óskarsson

Maður sem sagðist vera í umboði eig­anda at­vinnu­hús­næðis í Kópa­vogi rukkaði fólk sem þar bjó um leigu um margra mánaða skeið. Eig­andi húss­ins er Lands­bank­inn sem seg­ir um­rædd­an mann ekki hafa verið á þeirra veg­um. Upp­hæðin hleyp­ur á millj­ón­um.

Frá þessu var greint í kvöld­frétt­um Rík­is­út­varps­ins. Þar var greint frá því að íbú­ar hafi greitt á milli 45 og 60 þúsund krón­ur á mánuði til manns­ins. Fyrri leigu­sali varð gjaldþrota og Lands­bank­inn eignaðist hús­eign­ina á upp­boði. 

Lands­bank­inn fékk upp­lýs­ing­ar um svik­in og setti upp skilti í hús­inu þar sem íbú­ar voru varaðir við að greiða mann­in­um leigu. Bank­inn hef­ur ekki kært málið til lög­reglu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert