Jólatréshögg í notalegum Heiðmerkurskógi

„Þetta tókst af­skap­lega vel til. Veðrið var mun betra en spáð hafði verið þótt það hafi verið ansi kalt,“ sagði Helgi Gísla­son, fram­kvæmda­stjóri Skóg­rækt­ar­fé­lags Reykja­vík­ur, en í dag var fyrsta jóla­tréð höggvið í Jóla­skóg­in­um í Hjalla­dal í Heiðmörk. Það var formaður borg­ar­ráðs, Dag­ur B. Eggerts­son sem fékk heiður­inn af því að höggva fyrsta tréð, en boðið var upp á pip­ar­kök­ur, heitt kakó auk þess sem jóla­sveinn mætti á svæðið. 

Er þetta í ní­unda skiptið sem boðið er upp á að höggva jóla­tré í Heiðmörk, en Helgi seg­ir að um sex þúsund manns mæti á ári hverju. „Oft­ast eru þetta tvær, þrjár kyn­slóðir sam­an sem gera sér skemmt­un úr þessu,“ seg­ir Helgi og bæt­ir við að all­ur ágóði af trjá­söl­unni renn­ur óskipt­ur til rekst­urs úti­vist­ar­svæðis­ins í Heiðmörk. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert