Jólatréshögg í notalegum Heiðmerkurskógi

„Þetta tókst afskaplega vel til. Veðrið var mun betra en spáð hafði verið þótt það hafi verið ansi kalt,“ sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur, en í dag var fyrsta jólatréð höggvið í Jólaskóginum í Hjalladal í Heiðmörk. Það var formaður borgarráðs, Dagur B. Eggertsson sem fékk heiðurinn af því að höggva fyrsta tréð, en boðið var upp á piparkökur, heitt kakó auk þess sem jólasveinn mætti á svæðið. 

Er þetta í níunda skiptið sem boðið er upp á að höggva jólatré í Heiðmörk, en Helgi segir að um sex þúsund manns mæti á ári hverju. „Oftast eru þetta tvær, þrjár kynslóðir saman sem gera sér skemmtun úr þessu,“ segir Helgi og bætir við að allur ágóði af trjásölunni rennur óskiptur til reksturs útivistarsvæðisins í Heiðmörk. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka