Óvænt söngatriði í Smáralind

00:00
00:00

Fjöldi fólks hóf óvænt upp raust sína í Smáralind í dag og söng lagið Heyr himna smiður. At­hæfið vakti mikla at­hygli en um svo­kallað „flashmob“ var að ræða. Það voru kór­söngv­ar­ar úr ýms­um átt­um sem komu þarna sam­an og var þetta gert til að vekja at­hygli á niður­skurðinum hjá Rík­is­út­varp­inu.

„Nú skul­um við kór­fólk láta í okk­ur heyra, ekki síst þar sem Rás 1 er eig­in­lega eini fjöl­miðill­inn sem sinn­ir kór­tónlist,“ sagði í hvatn­ing­unni til kór­fé­laga og einnig að þetta væri „einskon­ar flashmob með út­far­ar­blæ“.

Hóp­ur­inn kom fram sem ein heild, kór­söngv­ar­ar á Íslandi, en ekki sem stak­ir kór­ar eða kór­stjór­ar. „Það er mik­il­vægt að eng­inn reyni að eigna sér þenn­an gjörn­ing fram yfir aðra,“ sagði enn­frem­ur í hvatn­ing­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert