Vetrarfærð í öllum landshlutum

mbl.is/Ómar

Vetrarfærð er líkt og undanfarna daga í öllum landshlutum og víða éljagangur á Norður- og Norðausturlandi. Flughálka er nú í Þistilfirði, hálka á Hellisheiði og hálkublettir og skafrenningur á Sandskeiði en annars er hálka, hálkublettir eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi, sérstaklega í uppsveitum.

Vestanlands og á Vestfjörðum er hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum leiðum. Ófært er á Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði. Áframhaldandi hálka, hálkublettir eða snjóþekja er svo á Norðurlandi og éljagangur nokkuð víða.

Austanlands er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og einnig skafrenningur á Möðrudalsöræfum. Ófært er á Breiðdalsheiði og þungfært á Öxi. Hálka, hálkublettir eða snjóþekja eru svo áfram með suðausturströndinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka