Afgangurinn reyndist vera sæði

Íslendingar hafa í gegn um tíðina haft gaman af færeysku en það er líka gagnkvæmt. Færeyingarnir Klæmint Isaksen og Nicolaj Falck hafa verið búsettir hér á landi í nokkur misseri, stúderað leikhúsfræði og unnið í Þjóðleikhúsinu og þeir segjast oft eiga erfitt með að taka Íslendinga alvarlega þegar sum orð koma upp í samræðum.

Hvern hefði t.d. grunað að afgangur merkti sæði á færeysku? Þeir Klæmint og Nicolaj ræddu aðeins við mbl.is um tungumálin í dag en þeir segjast finna fyrir miklum áhuga Íslendinga á færeysku. Einhverra hluta vegna voru flest dæmin sem þeir tóku það sem einhver myndi kalla neðan beltis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert