Aldrei fleiri aðstoðarbeiðnir

15 til 20 nýjar fjölskyldur og einstaklingar á Suðurnesjum leita …
15 til 20 nýjar fjölskyldur og einstaklingar á Suðurnesjum leita aðstoðar á degi hverjum nú fyrir jól mbl.is/Sigurður Bogi

Fjárhagsstaða margra á Suðurnesjum er sögð vera slæm og margir hafa þurft að leita sér aðstoðar nú fyrir jólin að sögn starfsmanna hjálparsamtaka á svæðinu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Anna Valdís Jónsdóttir, stjórnarkona og verkefnastjóri útibús Fjölskylduhjálpar Íslands í Reykjanesbæ, ástandið mjög svart á Suðurnesjum og greinir mikið vonleysi í fólki.

„Það hefur aldrei verið eins mikið um beiðnir um aðstoð og fyrir þessi jól. Það leita fimmtán til tuttugu nýjar fjölskyldur og einstaklingar til okkar dag hvern núna í aðdraganda jóla. Það er hringt alla daga vikunnar og líka um helgar,“ segir Anna. „Þá verða einstaklingar oft mjög illa úti enda styrkja flestar hjálparstofnanir aðeins fjölskyldufólk.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka