Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar dapurleg

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna.
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna. mbl.is/Ómar Óskarsson

Vinstri græn segja mögu­legt að auka fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins án þess að skera niður stuðning við tekju­lág­ar fjöl­skyld­ur og án þess að auka álög­ur á al­menn­ing. 

Þing­flokk­ur Vinstri grænna hef­ur unnið eig­in breyt­ing­ar­til­lög­ur við fjár­laga­frum­varpið sem verða kynnt­ar á morg­un og fela í sér breyt­ing­ar á bæði tekju- og gjalda­hlið frum­varps­ins.

„For­gangs­röðun sem fel­ur í sér niður­skurð hjá þeim sem verst standa í sam­fé­lag­inu, og reynd­ar í heim­in­um, á sama tíma og skatta­lækk­an­ir á auðug­ustu hópa sam­fé­lags­ins standa óhaggaðar er ramms­kökk,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri grænna. Hún seg­ir þetta dap­ur­lega for­gangs­röðun hjá rík­is­stjórn­inni.

Til umræðu er í fjár­laga­nefnd Alþing­is að lækka há­mark vaxta- og barna­bóta um sam­tals 600 millj­ón­ir króna og setja það fjár­magn í staðinn í að styrkja heil­brigðis­kerfið. Þá er einnig til skoðunar að lækka fram­lög til þró­un­araðstoðar í sama til­gangi.

Vinstri græn benda á að á sama tíma séu eng­in áform hjá rík­is­stjórn­inni um að end­ur­heimta tekj­ur „sem hún hef­ur ákveðið að gefa eft­ir til stór­út­gerðar­inn­ar, stór­eigna­fólks, há­tekju­hópa, o.fl.“

Svandís Svavars­dótt­ir, þing­flokks­formaður Vinstri grænna, seg­ir að fyr­ir liggi að mögu­legt sé að auka fram­lög til heil­brigðis­kerf­is­ins án þess að skera niður stuðning við tekju­lág­ar barna­fjöl­skyld­ur og án þess að auka álög­ur á al­menn­ing.

Þing­flokk­ur VG hyggst leggja til að inn­heimta auðlegðarskatts haldi áfram að loknu næsta ári og að auðlinda­gjald af sjáv­ar­a­út­vegi verði tekið upp að nýju.

Heil­brigðis­kerfið fram yfir þró­un­araðstoð

Svandís Svavarsdóttir, þingmaður VG.
Svandís Svavars­dótt­ir, þingmaður VG. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert