Framlög til Íbúðalánasjóðs verði hækkuð

Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar.
Vigdís Hauksdóttir er formaður fjárlaganefndar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Lagt er til að 480 millj­óna króna fram­lag vegna verk­efn­is­ins Nám er vinn­andi veg­ur verði fellt niður. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í til­lög­um meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar við frum­varp til fjár­auka­laga og dreift var á vef Alþing­is í kvöld. Áætlan­ir gerður ráð fyr­ir að fleiri nem­end­ur nýttu sér úrræðið en raun­in varð og varð fjárþörf vegna átaks­ins mun minni en upp­haf­lega áætlað var.

Lagt er til að 45 millj­ón­ir fari til efl­ing­ar frum­grein­a­náms hjá Há­skól­an­um á Bif­röst, Há­skól­an­um í Reykja­vík og Keili. Þá er lagt til að 235 millj­ón­ir fari til Fræðslu­sjóðs vegna auk­ins náms­fram­boðs og raun­færni­mats og að 200 millj­ón­ir króna fari til aðgerða gegn brott­hvarfi úr fram­halds­skól­um.

Lagt er til að heim­ild til greiðslu á fram­lagi til Íbúðalána­sjóðs hækki um 175,5 millj­ón króna frá því sem gert er ráð fyr­ir í fjár­lög­um. Í fjár­lög­um var gert ráð fyr­ir heim­ild að fjár­hæð 441,1 millj­ón­ir en við yf­ir­ferð á út­reikn­ing­um sem Íbúðalána­sjóður hef­ur lagt fram er gert ráð fyr­ir að greiðsla rík­is­sjóðs verði 617 millj­ón­ir á ár­inu 2013 og er því lagt til að greiðslu­heim­ild­in verði hækkuð.

Fram­lög til Tækniþró­un­ar­sjóðs verði hækkuð

Lagt er til að fallið verði frá 46,7 millj­óna króna fjár­veit­ingu vegna tapaðrar bóta­kröfu á hend­ur fyrr­ver­andi starfs­manni sendi­ráðs Íslands sem gert var ráð fyr­ir í frum­varp­inu.

Þá legg­ur meiri­hluti nefnd­ar­inn­ar einnig til að 7,5 millj­ón verði veitt vegna vinnu er­lendr­ar ráðgjaf­ar­stofu í tengsl­um við viðræður Íslands um mak­ríl­veiðar. Þann 8. októ­ber sl. samþykkti rík­is­stjórn­in að ganga frá samn­ingi við er­lenda ráðgjaf­ar­fyr­ir­tækið Bur­son-Marstell­er um ráðgjöf vegna mak­rílviðræðna. At­vinnu­vega- og ný­sköp­un­ar­ráðuneytið ber þenn­an kostnað vegna ráðgjaf­ar í mak­ríl­deil­unni.

Lagt er til að veitt verði 35 m.kr. fram­lag til að standa straum af kostnaði Haf­rann­sókna­stofn­un­ar vegna árs­fund­ar Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES) sem fór fram hér á landi í sept­em­ber 2013. Um 700 manns sóttu árs­fund­inn í fimm daga, auk þriggja viðbót­ar­daga þar sem 150 manns tóku þátt í ýmsu nefnd­ar­starfi. Fund­ur­inn var hald­inn í ráðstefnu­hús­inu Hörpu.

Þá er lagt til að fjár­heim­ild Tækniþró­un­ar­sjóðs hækki um 150 millj­ón­ir króna.

Sam­kvæmt áliti meiri­hluta fjár­laga­nefnd­ar minnk­ar hall­inn um tæpa tvo millj­arða frá frum­varp­inu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert