Hagræða til heilbrigðis

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

For­gangsraðað verður enn frek­ar en áður var áformað í þágu heil­brigðisþjón­ust­unn­ar í fjár­laga­frum­varpi 2014. Stefnt er að halla­lausu fjár­laga­frum­varpi. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Bene­dikts­son fjár­málaráðherra í Sunnu­dags­morgni Rík­is­út­varps­ins í gær.

Bjarni sagði að leitað væri að svig­rúmi til að auka fram­lög til Land­spít­al­ans um u.þ.b. þrjá millj­arða. Breyt­ing­ar­til­lög­ur á fjár­laga­frum­varp­inu í þá veru eru til vinnslu í fjár­laga­nefnd.

Gert er ráð fyr­ir millj­arðs viðbót í tækja­kaup til Land­spít­al­ans, um 1,6 millj­arðar fari í að styrkja rekstr­ar­grund­völl­inn og við það bæt­ist fé í viðhald og stofn­kostnað. Einnig á að auka fram­lög til sjúkra­húss­ins á Ak­ur­eyri vegna sömu þátta. Þá er í at­hug­un að koma til móts við þarf­ir heil­brigðis­stofn­ana vítt og breitt um landið. Bjarni sagði að heil­brigðisráðherra hefði kynnt ákveðnar hug­mynd­ir í þá veru sem væru til skoðunar í fjár­laga­nefnd. Þetta á að gera án þess að skila fjár­lög­um með halla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert