Hagræða til heilbrigðis

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Forgangsraðað verður enn frekar en áður var áformað í þágu heilbrigðisþjónustunnar í fjárlagafrumvarpi 2014. Stefnt er að hallalausu fjárlagafrumvarpi. Þetta kom fram í viðtali við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í Sunnudagsmorgni Ríkisútvarpsins í gær.

Bjarni sagði að leitað væri að svigrúmi til að auka framlög til Landspítalans um u.þ.b. þrjá milljarða. Breytingartillögur á fjárlagafrumvarpinu í þá veru eru til vinnslu í fjárlaganefnd.

Gert er ráð fyrir milljarðs viðbót í tækjakaup til Landspítalans, um 1,6 milljarðar fari í að styrkja rekstrargrundvöllinn og við það bætist fé í viðhald og stofnkostnað. Einnig á að auka framlög til sjúkrahússins á Akureyri vegna sömu þátta. Þá er í athugun að koma til móts við þarfir heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið. Bjarni sagði að heilbrigðisráðherra hefði kynnt ákveðnar hugmyndir í þá veru sem væru til skoðunar í fjárlaganefnd. Þetta á að gera án þess að skila fjárlögum með halla.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert