Lítill vatnsþrýstingur á Akranesi

Frá Deildartunguhver í Reykholtsdal.
Frá Deildartunguhver í Reykholtsdal. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Í nótt varð bilun á Deildartungulögninni, sem sér Akurnesingum fyrir heitu vatni. Viðgerð stendur yfir en gera má ráð fyrir litlum þrýstingi fram eftir degi.

Hægt er að fylgjast með framgangi viðgerðar á www.or.is

Brýnt er fyrir íbúum að hafa lokað fyrir heitavatnskrana til að draga úr hættu á tjóni eða slysum þegar vatn kemst á að nýju, segir í tilkynningu frá Orkuveitunni.

Frétt mbl.is: Taka ekki áhættu með sjampó í hárinu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert