Umræða um múslima og Íslam hér á landi í tengslum við fyrirhugaða byggingu á mosku er gjarnan lituð af hatri og vanþekkingu þar sem þeir sem hafa sig mest frammi hafa líst yfir aðdáun sinni á hugmyndafræði norska fjöldamorðingjans Anders Breivik. Þetta koma fram í máli guðfræðingsins Bjarna Randvers Sigurvinssonar á ráðstefnu um hatursumræðu á netinu sem haldin var í dag á vegum Mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar.
Á meðal þeirra ranghugmynda sem haldið er á lofti af aðstandendum facebooksvæðis gegn mosku á Íslandi að sögn Bjarna eru að: múslimar séu ábyrgir fyrir yfirgnæfandi meirihluta nauðgana í Noregi og Svíþjóð að nauðgunarmenning sé fylgifiskur Íslam, að genabanki Evrópuþjóðar á borð við Ísland geti laskast við blöndun við múslima. Þá vilji sumir andstæðingar fyrirhugaðrar mosku svipta múslima borgaralegum réttindum hér á landi.
Frétt mbl.is: Netmennin myrk í athugasemdum