Netmennin myrk í athugasemdum

Fólk sem fer líklega eftir flestum siðferðisreglum samfélagsins á það til að breytast í svokölluð netmenni sem verða myrkir í athugasemdum í skúmaskotum fjölmiðlanna. Svona tók Guðmundur Andri Thorsson til orða á ráðstefnu Mannréttindaráðs Reykjavíkur um hatursumræðu á netinu sem haldin var í Iðnó í hádeginu í dag.

Netmennin segir hann ala á hræðslu og óöryggi og verst sé þegar fólk skrifi ekki undir nafni því þá skapist mikið ójafnvægi í samskiptunum. Hann sagði jafnframt að fjölmiðlar þyrftu að taka meiri ábyrgð á spjallborðum sínum og kallar eftir því að lögreglan sinni hótunum um líkamsmeiðingar á netinu betur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert