„Seilast ofan í vasa venjulegs fólks“

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi á Alþingi harðlega tillögur VG í ríkisfjármálum. Með þeim væri verið að seilast ofan í vasa venjulegra Íslendinga.

Þingflokkur Vinstri grænna kynnti í morgun tillögur sem fela í sér að framlög til mikilvægra málaflokka verði aukin um tæpa 11 milljarða kr. og tekjur ríkissjóðs verði auknar um tæpa 10 milljarða.

„Okkar forgagnsröðun er mjög skýr. Hún er fyrir vinnandi fólk í landinu, sem mun upplifa vöxt í kaupmætti ráðstöfunartekna á næsta ári, ólíkt því sem myndi gerast ef við færum eftir nýjum fjárlagatillögum VG, sem seilast beint ofan í vasa venjulegra Íslendinga sem eru úti á vinnumarkaðinum. Þeir leggja til að fallið verði frá tillögum um að lækka tekjuskattinn og það á að hækka virðisaukaskatta á matvælum og öllu því sem fylgir í neðra virðisaukaskattsþrepinu. Það á að halda áfram að ganga að ferðaþjónustunni í landinu sem er í vexti og er að skila tekjum,“ sagði Bjarni um tillögur VG.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert