Aflabrögð með besta móti í haust

Í Grindavík.
Í Grindavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Afli línuskipa og togara hefur yfirleitt verið góður í haust og upp á síðkastið hafa mörg skipanna verið að veiðum norður af Horni.

Gott verð fæst nú fyrir fersk flök í Bretlandi og Bandaríkjunum og saltfiskmarkaðir hafa heldur rétt úr kútnum að undanförnu, að sögn Gunnars Tómassonar, framkvæmdastjóra hjá Þorbirni í Grindavík.

Í umfjöllun um aflabrögðin í haust í Morgunblaðinu í dag segir Gunnar að eftirspurn sé greinilega að aukast á Spáni og Ítalíu og áætlar að í ár verði saltfiskur seldur frá Íslandi fyrir um 30 milljarða króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert