„Ég ætla að halda áfram“

Piotr Jakuubek hefur á átta árum náð að byggja upp …
Piotr Jakuubek hefur á átta árum náð að byggja upp fjölskyldufyrirtækið Mini Market, ásamt konu sinni Agnieszka Jakubek. mbl.is/Rax

„Ég ætla að halda áfram. Það kem­ur ekk­ert annað til greina,“ seg­ir Piotr Jaku­bek, en hann varð fyr­ir miklu tjóni þegar eld­ur kom upp í mat­vöru­versl­un­inni Mini Mar­ket í Drafnar­felli í Breiðholti á mánu­dag­inn. Hann seg­ir að trygg­ing­in nái ekki að bæta það tjón sem hann varð fyr­ir.

Allt sem var inni í versl­un­inni eyðilagðist í brun­an­um. Piotr seg­ir að vinna sé haf­in við að moka út úr versl­un­inni. Trygg­inga­fé­lagið hafi gefið leyfi fyr­ir því, en það eigi hins veg­ar eft­ir að meta tjón á kæl­um og tækj­um.

Piotr seg­ir ljóst að trygg­ing­in sem hann var með nái ekki að bæta allt það tjón sem hann varð fyr­ir. „Lag­er­inn var tryggður fyr­ir 10 millj­ón­um og tæki voru tryggð fyr­ir 10 millj­ón­um. Tjónið er hins veg­ar mun meira. Það versta er að ég var ekki með rekstr­ar­trygg­ingu. Ég vissi ekki að svo­leiðis trygg­ing væri til. Ég hef verið í sam­skipt­um við trygg­inga­fé­lagið í gegn­um árin og það vissu all­ir hvað ég var að fást við, en eng­inn benti mér á að ég gæti keypt rekstr­ar­trygg­ingu,“ seg­ir Piotr.

Á mikið af óseld­um vör­um

Piotr var bú­inn að gera kauptil­boð í versl­un­ar­hús­næðið sem brann og átti hann að borga fyrstu greiðslu 20. des­em­ber. Hann seg­ir að nú séu þau viðskipti í upp­námi og bank­inn, sem var bú­inn að lofa að fjár­magna kaup­in, sé bú­inn að kippa að sér hend­inni. Piotr seg­ir að áætlað sé að það taki fjóra mánuði að gera við hús­næðið. Hann seg­ist því ekki sjá fram á að geta opnað versl­un­ina á þess­um stað fyrr en í vor.

Piotr seg­ist ekki geta beðið svo lengi. Hann eigi mikið af vör­um sem eru óseld­ar, en hann er með vör­ur í um 600 metra lag­er­hús­næði á öðrum stað. Einnig voru gám­ar á leiðinni með vör­ur sem áttu að selj­ast fyr­ir jól­in. Hann seg­ist því verða að minnka lag­er­inn sem fyrst til að lág­marka tjónið.

„Ég verð að finna nýtt hús­næði til að geta losað þær vör­ur sem ég á,“ seg­ir Piotr.

Pitor seg­ir að hann ætli í dag að senda birgj­um bréf í dag og gera þeim grein fyr­ir stöðunni. Vör­urn­ar sem eyðilögðust í brun­an­um eru ógreidd­ar og Pitor seg­ist þurfa að óska eft­ir greiðslu­fresti.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá lög­reglu er rann­sókn á upp­tök­um brun­ans ekki lokið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert