Samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusambandsins stendur til að takmarka afl í ryksugum.
Frá og með næsta hausti verður aflið takmarkað við 1.600 vött en algengt er að ryksugur til heimilisnota séu í dag á bilinu 1.800 til 2.000 vött.
Þessar reglur ESB eiga svo aftur að breytast 1. september árið 2017 þegar hámarksaflið verður minnkað niður í 900 vött. Tilgangurinn með þessu nýja regluverki er að stuðla að minni raforkunotkun, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.