Hreiðar fékk fimm og hálfs árs fangelsi

Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Hreiðar Már í Héraðsdómi Reykjavíkur. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Hreiðar Már Sig­urðsson, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka, var dæmd­ur í fimm og hálfs árs fang­elsi í Al Thani-mál­inu í Héraðsdómi Reykja­vík­ur. Sig­urður Ein­ars­son, fyrr­ver­andi stjórn­ar­formaður bank­ans, var dæmd­ur í fimm ára fang­elsi. Magnús Guðmunds­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings banka í Lúx­em­borg, fékk þrjú ár og Ólaf­ur Ólafs­son, sem var stór hlut­hafi í Kaupþingi, fékk þriggja og hálfs árs dóm.

Ákær­ur í mál­inu voru gefn­ar út vegna viðskipta sem áttu sér stað fyr­ir rúm­lega fimm árum, en 22. sept­em­ber 2008 var til­kynnt að eign­ar­halds­fé­lag Sheikhs Mohammeds Bin Khalifa Al Thani, Q Ice­land Fin­ance ehf, hefði keypt 5,01% hlut í Kaupþingi. Kaup­verðið var 25,7 millj­arðar króna. Tveim­ur vik­um síðar komst Kaupþing í þrot.

Kaupþing lánaði 25,7 millj­arða vegna hluta­bréfa­kaupa í bank­an­um

Flest­ir töldu að Al Thani, sem er í hópi rík­ustu manna heims, hefði komið með fjár­magn inn í bank­ann í tengsl­um við þessi kaup, en við meðferð máls­ins í Héraðsdómi Reykja­vík­ur upp­lýsti Hreiðar Már Sig­urðsson að Kaupþing hefði lánað allt kaup­verðið. Ekk­ert fjár­magn hefði farið úr bank­an­um og ekk­ert hefði komið inn í hann. Hann lagði jafn­framt áherslu á að þetta hefðu verið hag­stæð viðskipti fyr­ir bank­ann sem sæ­ist best af því að slita­stjórn Kaupþings hefði fengið 3,5 millj­arða greidda vegna sjálfs­skulda­ábyrgðar sem Al Thani veitti vegna hluta kaup­verðsins.

Flók­in viðskiptaflétta

Viðskiptaflétt­an á bak við þessi viðskipti er nokkuð flók­in. Kaupþing lánaði fé­lagi á Tor­tóla, sem hét Gerland As­sets, 12.863.497.675 krón­ur. Fé­lagið var í eigu Ólafs Ólafs­son­ar, sem á þeim tíma átti 9,88% í Kaupþingi. Kaupþing lánaði einnig fé­lag­inu Serval Tra­ding sömu upp­hæð, en það fé­lag var í eigu Al Thani. Pen­ing­arn­ir frá báðum þess­um fé­lög­um runnu 29. sept­em­ber 2008 inn á reikn­ing fé­lags­ins Choice Stay. Þaðan fóru pen­ing­arn­ir inn á reikn­ing Q Ice­land Fin­ance sem greiddi þá aft­ur til bank­ans.

Lánið til Serval var með sjálf­skulda­ábyrgð Al Thani. Eft­ir að Kaupþing féll voru pen­ing­ar ann­ars fé­lags, Brooks Tra­ding, sem einnig var í eigu Al Thani, notaðir til að gera upp skuld­ina við Al Thani. Kaupþing hafði í tengsl­um við þessi viðskipti lánað Brooks 50 millj­ón­ir doll­ara. Ekk­ert hef­ur hins veg­ar verið greitt af lán­inu til Gerlands.

Ákært fyr­ir markaðsmis­notk­un

All­ir fjór­ir voru ákærðir fyr­ir markaðsmis­notk­un, en sak­sókn­ari taldi að þeir hefðu blekkt markaðinn með því að gefa mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um viðskipt­in. Ekki var upp­lýst fyrr en eft­ir fall Kaupþings að bank­inn lánaði allt kaup­verðið og ekki var held­ur upp­lýst um aðild Ólafs að viðskipt­un­um.

Sak­born­ing­ar neituðu all­ir sök í mál­inu. Þeir sögðu að ekki væri venja að upp­lýsa í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar um fjár­mögn­un hluta­bréfaviðskipta og ekki hefði verið laga­skylda að upp­lýsa um aðild Ólafs að viðskipt­un­um. Hreiðar Már hafnaði því að nokkuð hefði verið óeðli­legt við hvernig staðið var að lán­veit­ing­um í tengsl­um við þessi viðskipti, en viður­kenndi að mis­tök hefðu verið gerð inn­an bank­ans af hálfu und­ir­manna sinna. T.d. hefði lán­veit­ing­in til Serval ekki verið bor­in und­ir lána­nefnd bank­ans.

Al Thani bar ekki vitni fyr­ir dómi, en starfs­menn sér­staks sak­sókn­ara tóku skýrslu af hon­um í tengsl­um við rann­sókn­ina. Þar sagðist hann ekki hafa vitað um beina aðild Ólafs að viðskipt­un­um. Lög­menn Al Thani, sem sömdu um upp­gjör við slita­stjórn Kaupþings, sögðu að hann liti svo á að hann hafi verið blekkt­ur.

Saksóknarar við uppkvaðningu dómsins í dag.
Sak­sókn­ar­ar við upp­kvaðningu dóms­ins í dag. mbl.is/​Rósa Braga
Al Thani-málið er eitt umfangsmesta mál sem embætti sérstaks saksóknara …
Al Thani-málið er eitt um­fangs­mesta mál sem embætti sér­staks sak­sókn­ara hef­ur rann­sakað. Máls­skjöl í mál­inu eru um 9.000 blaðsíður. mbl.is/​Rósa Braga
Verjendur sakborninga við uppkvaðningu dómsins í dag.
Verj­end­ur sak­born­inga við upp­kvaðningu dóms­ins í dag. mbl.is/​Rósa Braga
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert