Þær líkamsræktarstöðvar sem eingöngu eru ætlaðar konum verða að hleypa körlum inn líka ef frumvarp til laga um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla fer óbreytt í gegnum Alþingi.
Um er að ræða tilskipun Evrópusambandsins um jafna stöðu kynjanna, meðal annars þegar kemur að vöru og þjónustu, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.
Einnig mætti leiða að því líkur að þessar breytingar hefðu áhrif til hækkunar vátryggingaiðgjalda fyrir konur en lækkunar fyrir karla.