Bjarni undirritaði með símanum

Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum.
Bjarni undirritar skjal til Alþingis með rafrænum skilríkjum í símanum.

Mik­il­vægt skref var í dag stigið í ra­f­rænni stjórn­sýslu þegar fjár­mála- og efna­hags­ráðherra  nýtti ra­f­ræn skil­ríki til þess að und­ir­rita til­kynn­ingu frá ráðuneyt­inu til Alþing­is. Með þessu var brotið blað í sögu Stjórn­ar­ráðsins, en hefð hef­ur verið fyr­ir því að slík­ar til­kynn­ing­ar séu und­ir­ritaðar af ráðherra með bleki á papp­ír, seg­ir í frétt á vef ráðuneyt­is­ins.

„Með þessu höf­um við tekið stefnu í átt að aukn­um ra­f­ræn­um sam­skipt­um í stjórn­sýsl­unni, sem hef­ur í för með sér minni til­kostnað og þar með betri nýt­ingu á al­manna­fé og sömu­leiðis bætta um­gengni við um­hverfið,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra þegar skjalið var und­ir­ritað með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um í síma hans.

Mesta ör­yggi sem í boði er

Ra­f­ræn skil­ríki eru einu ra­f­rænu auðkenn­in sem hægt er að nýta til full­gildr­ar und­ir­rit­un­ar. Skil­rík­in hafa verið í umræðunni und­an­farið, ekki síst í ljósi netör­ygg­is. Skil­rík­in veita mesta ör­yggi sem í boði er, sam­kvæmt út­tekt sér­fræðinga. Öryggið er meðal ann­ars fólgið í því að lyk­il­orð eru hvergi geymd miðlægt.

All­ir hafa hag af því að nota ra­f­ræn skil­ríki, þau létta fólki lífið á marg­an hátt. Til að mynda fækk­ar lyk­il­orðum, auk þess sem notk­un þeirra hef­ur í för með sér tímasparnað, get­ur dregið úr fyr­ir­höfn og auðveldað aðgengi að sí­fellt fjöl­breytt­ari ra­f­rænni þjón­ustu. Hér má nefna skatta­yf­ir­völd, ýmis fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. 

Fjár­mála- og efna­hags­ráðuneytið hef­ur vakið at­hygli á mik­il­vægi ör­ygg­is ra­f­rænna skil­ríkja og hvet­ur fólk til þess að nýta þau. Ra­f­ræn skil­ríki eru fá­an­leg á de­bet­kort­um og ný­lega var farið að gefa þau út í farsím­um, sem ger­ir notk­un­ina ein­fald­ari.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert