Lækka verð á dísilolíu

mbl.is/Hjörtur

Atlantsolía lækkaði í morgun verð á lítranum af dísilolíu um 3 krónur. Kostar lítrinn hjá þeim nú 244,40 krónur. Skýringin á lækkuninni felst í því að bæði heimsmarkaðsverð  og gengið hafa verið að þróast í rétta átt, segir upplýsingafulltrúi Atlantsolíu.

Hæst fór verð á dísilolíu í um 265 krónur á hvern lítra og gerðist það á vormánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert