Óveður á Kjalarnesi

Slæmt ferðaveður, flughált og óveður er frá Steinum og austur að Vík í Mýrdal.Óveður og hálkublettir eru á Kjalarnesi, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Hálka  er á Sandsskeiði og Hellisheiði, hálkublettir í Þrengslum og þæfingsfærð á Mosfellsheiði.  Annars er hálka eða snjóþekja er á flestum vegum á Suðurlandi.

Á Vesturlandi er hálka, snjóþekja eða hálkublettir en í öðrum landshlutum er  vetrarfærð og verið að kanna aðstæður á vegum.

Á vef Rúv kemur fram að snjóflóð hafi fallið á veginum milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í nótt og hann því ófær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka