Sérfræðingahópur um afnám verðtryggingar af nýjum neytendalánum mun skila niðurstöðum sínum í janúar 2014. Vinna hópsins er á áætlun, en þörf er á því að ræða hugmyndir hópsins við verkefnisstjórn um framtíðarskipan húsnæðismála á vegum félags- og húsnæðismálaráðherra vegna skörunar á verkefnum hópanna, segir í frétt á vef forsætisráðuneytisins.