Vertu óhrædd og djörf!

Ein af myndum Guðmundar Páls í bókinni.
Ein af myndum Guðmundar Páls í bókinni. Guðmundur Páll Ólafsson

„Pabbi hvatti okkur til verka og sagði við mig að ég ætti að vera óhrædd og djörf og Leifur átti að vera djarfur og óþekkur,“ segir Blær Guðmundsdóttir, sem fékk það verðuga verkefni ásamt frænda sínum Leifi Rögnvaldssyni ljósmyndara, Guðmundi Andra Thorssyni rithöfundi og fleirum að ljúka við lokabindið í hinni miklu ritröð föður síns, Guðmundar Páls Ólafssonar, Vatnið í náttúru Íslands.

Bókin kom út fyrir helgi. „Ég trúi því eiginlega ekki að þessu sé lokið,“ segir Blær. „Ég er ennþá um borð í tilfinningalegum rússíbana. Ég er ofsalega stolt af því að okkur skuli hafa tekist að klára þessa glæsilegu bók og það eina sem skyggir á gleðina er að við getum ekki deilt henni með pabba. Áður en hann dó sagði hann við mig að ég myndi finna á mér hvort við værum á réttri leið og það gerði ég. Hann hefur örugglega haldið í höndina á okkur. Þau gömlu góðu gildi sem pabbi stóð fyrir alla tíð, ást, vinátta og samvinna manna á milli voru höfð að leiðarljósi við vinnslu bókarinnar og eru hennar einkunnarorð.“

Blær og Leifur segja nánar frá tilurð verksins í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert