Vertu óhrædd og djörf!

Ein af myndum Guðmundar Páls í bókinni.
Ein af myndum Guðmundar Páls í bókinni. Guðmundur Páll Ólafsson

„Pabbi hvatti okk­ur til verka og sagði við mig að ég ætti að vera óhrædd og djörf og Leif­ur átti að vera djarf­ur og óþekk­ur,“ seg­ir Blær Guðmunds­dótt­ir, sem fékk það verðuga verk­efni ásamt frænda sín­um Leifi Rögn­valds­syni ljós­mynd­ara, Guðmundi Andra Thors­syni rit­höf­undi og fleir­um að ljúka við loka­bindið í hinni miklu ritröð föður síns, Guðmund­ar Páls Ólafs­son­ar, Vatnið í nátt­úru Íslands.

Bók­in kom út fyr­ir helgi. „Ég trúi því eig­in­lega ekki að þessu sé lokið,“ seg­ir Blær. „Ég er ennþá um borð í til­finn­inga­leg­um rúss­íbana. Ég er ofsa­lega stolt af því að okk­ur skuli hafa tek­ist að klára þessa glæsi­legu bók og það eina sem skygg­ir á gleðina er að við get­um ekki deilt henni með pabba. Áður en hann dó sagði hann við mig að ég myndi finna á mér hvort við vær­um á réttri leið og það gerði ég. Hann hef­ur ör­ugg­lega haldið í hönd­ina á okk­ur. Þau gömlu góðu gildi sem pabbi stóð fyr­ir alla tíð, ást, vinátta og sam­vinna manna á milli voru höfð að leiðarljósi við vinnslu bók­ar­inn­ar og eru henn­ar ein­kunn­ar­orð.“

Blær og Leif­ur segja nán­ar frá til­urð verks­ins í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert