Þrettán Albanir sem mættu ekki í flug eftir leik Íslands og Albaníu sem fram fór í september voru sendir heim með leiguflugi í fylgd sérsveitarmanna Ríkislögreglustjóra á fimmtudagsmorgun. Þetta kemur fram í frétt á Vísi.
Fjórir úr hópnum sóttu um hæli hér á landi.
Samkvæmt upplýsingum Vísis skipulagði ríkislögreglustjóri aðgerðina við að koma mönnunum úr landi í samráði við Útlendingastofnun.
Frétt mbl.is: Ekkert vitað um afdrif níu Albana