Snjóþungur vetur í Ísrael

Enn er mik­il snjó­koma í Jerúsalem. Bjarni Freyr Björns­son er stadd­ur þar í borg og tók mynd­ir sem fanga and­rúms­loftið þar.

Hann seg­ir marga vera strandaglópa í borg­inni. „Það er sagt að þetta gangi yfir í dag og við von­umst til þess að veg­irn­ir verði opnaðir á morg­un svo við get­um haldið ferðinni áfram. Marg­ir hér eru þó glaðir að fá snjó,“ seg­ir Bjarni.

Þetta er snjóþyngsti vet­ur í Ísra­el í ára­tugi og eru marg­ir veg­ir lokaðir, til dæm­is á milli Ísra­els og Palestínu. Þá hafa flóð vegna mik­ill­ar úr­komu valdið mikl­um óþæg­ind­um á Gaza-strönd­inni. Sam­kvæmt Ham­as-liðum þá er búið að bjarga um fimm þúsund manns eft­ir að flætt hafði inn á heim­ili þeirra.

Sam­kvæmt AFP-frétta­stof­unni voru 45 bæir og þorp inn­lyksa og bjarga þurfti um 200 öku­mönn­um úr sjálf­heldu síðustu nótt. Þá voru tæp 30 þúsund heim­ili í Ísra­el án raf­magns. Fólk var hvatt til þess að halda sig inn­an­dyra þar sem fall­in tré sköpuðu mikla hættu á veg­um.

Önnur Mið-Aust­ur­lönd fyr­ir hafa ekki farið var­hluta af snjó­kom­unni en mik­ill snjór í Egyptalandi hef­ur sett sam­göng­ur þar úr skorðum.

Marg­ir strandaglóp­ar í Jerúsalem

Veðurteppt á hót­eli í Jerúsalem

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert