Hversu vel ertu að þér í íslenskri pólitík? Mbl.is hefur útbúið próf með tilvitnunum úr bókum Össurar Skarphéðinssonar og Steingríms J. Sigfússonar. Veist þú hvor sagði hvað?
Í bókum sínum fjalla Steingrímur og Össur töluvert um það sem gekk á í íslenskum stjórnmálum í tíð vinstristjórnarinnar sem fór frá völdum í vor.
Orðræðan eða tungumálið leikur stórt hlutverk í pólitíkinni og mótast ímynd stjórnmálamanna að miklu leyti út frá því sem þeir segja.
Fáir myndu líklega segja að líkindin á milli Össurar og Steingríms í þeim efnum væru mikil og því ákvað mbl.is að búa til próf með tilvitnunum úr bókunum tveimur þar sem fólk getur spreytt sig á því hversu læst það er á orðræðuna í pólitíkinni.
Smelltu hér til að taka prófið. Hægt er að deila niðurstöðunum á Facebook.