Þrjú prósent neyta hvalkjöts reglulega

mbl.is/Jim Smart

Þrjú prósent Íslendinga neyta hvalkjöts reglulega ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar sem Capacent vann fyrir Alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin (IFAW) en þá er miðað við að fólk hafi keypt hvalkjöt sex sinnum eða oftar á síðastliðnum 12 mánuðum.

Ennfremur kemur fram í niðurstöðunum að 75% Íslendinga kaupi aldrei hvalkjöt. Meðal kvenna er hlutfallið 82% og 86% í aldursflokknum 18-24 ára.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá IFAW þar sem ennfremur er lýst yfir vonbrigðum með að íslensk stjórnvöld hafi ákveðið að leyfa áframhaldandi hvalveiðar „í stað þess að stöðva þessa úreltu og óhagkvæmu iðju sem er slæm fyrir Íslendinga sem og hvali.“

Skoðanakönnunin var gerð í október 2013 af Capacent og var úrtakið 1.450 manns sem svöruðu spurningum í gegnum internetið um afstöðu þeirra til hvalveiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert