Verðtrygging er einn af þeim valkostum sem bjóðast þegar tekin eru lán til langs tíma, til dæmis vegna kaupa á húsnæði.
Bann við verðtryggingu felur því í sér að valkostum fækkar og fækkun valkosta leiðir jafnan til minni velferðar, að því er segir í Morgunblaðinu í dag.
Þetta kemur fram í grein sem Lúðvík Elíasson, hagfræðingur og starfsmaður fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, skrifar í rit bankans, Efnahagsmál. Þeim ríkjum hefur fjölgað sem gefa út verðtryggð skuldabréf og hlutur verðtryggðra bréfa hefur aukist ár frá ári í nokkrum löndum.