Jólapakki sem er bara umbúðir

Sigurður Bessason, formaður Eflingar.
Sigurður Bessason, formaður Eflingar. mbl.is/Sigurður Bogi

„Það sem lagt var fram í dag er jólapakki sem er ekk­ert nema umbúðir, en hef­ur lítið inni­hald,“ seg­ir Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar, en Flóa­banda­lagið, Starfs­greina­sam­bandið og VR slitu í dag kjaraviðræðum við Sam­tök at­vinnu­lífs­ins.

Flóa­banda­lagið, Starfs­greina­sam­bandið, VR og Lands­sam­band versl­un­ar­manna vísuðu kjara­deilu sinni við SA til rík­is­sátta­semj­ara í dag. Hann boðaði deiluaðila til samn­inga­fund­ar í dag þar sem samn­inga­nefnd SA kynnti nýtt til­boð. Sig­urður seg­ist hafa orðið fyr­ir von­brigðum með til­boðið.

„Það var eng­inn samn­ings­grund­völl­ur með því til­boði sem Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lögðu fram í dag. Þeir höfðu dregið upp þá mynd að þeir ætluðu að leggja fram til­boð sem myndi liðka fyr­ir gerð kjara­samn­inga, en það sem þeir lögðu fram í dag er langt frá því sem við höfðum vænt­ing­ar til.

Til­boðið fól í sér að taxta­kerfið hækkaði um einn launa­flokk, sem er 1.750 krón­ur og að taxta­kerfi sem næði upp að 225 þúsund­um krón­um á mánuði hækkaði um 5.500 kr. til viðbót­ar og síðan launataxt­ar upp að 265 þúsund krón­um á mánuði fengju þessa 5.500 kr. hækk­un og það sem þar væri fyr­ir ofan fengi 2% launa­hækk­un. Þetta er langt frá því að ganga upp,“ seg­ir Sig­urður.

Í viðræðunum hef­ur verið rætt um samn­ing sem gildi í 9-12 mánaða. Sig­urður seg­ir að SA hafi ljáð máls opn­un­ar­á­kvæðum í sept­em­ber á næsta ári.

Sig­urður seg­ir að viðræður séu í al­gerri biðstöðu og erfitt að spá fyr­ir um fram­haldið. Hann á ekki von á að sátta­semj­ari boði til nýs fund­ar al­veg á næst­unni. Nú þurfi lands­sam­bönd­in að fara yfir stöðuna og meta fram­haldið.

Tæki­færi kastað á glæ

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert