Vetrarfærð í öllum fjórðungum

mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni.

Það er hálka á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.  Hálka eða snjóþekja er á velflestum  vegum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð eða jafnvel þungfært á fáeinum sveitavegum.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum er víðast hálka eða snjóþekja á vegum. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Hálka  er á flestum vegum á Norðurlandi en þó er snjóþekja á norðausturhorni landsins.

Á Austurlandi er snjóþekja eða hálka á flestum vegum en þungfært á Vatnsskarði eystra þar sem unnið er  að hreinsun. Hálka og snjókoma er á Oddsskarði og ófært á Breiðdalsheiði. Hálkublettir eða snjóþekja er síðan með suðausturströndinni og snjókoma í kringum Höfn og í Öræfum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert