Boða til þingflokksfunda

mbl.is/Kristinn

Hlé var gert á þingfundum á Alþingi í kvöld og hefur verið boðað til þingflokksfunda. Reiknað er með á fundinum verði kynnt samkomulag um afgreiðslu þingmála fyrir jól.

Stjórnarandstaðan hefur lagt mikla áherslu á að ná fram vissum breytingum á fjárlögum, m.a. að greidd verði desemberuppbót til atvinnuleitenda og að hætt verði við komugjöld.

Forsætisráðherra gaf til kynna í samtali við RÚV í kvöld að reynt yrði að finna fjármagn til að hægt yrði að greiða desemberuppbót til atvinnuleitenda fyrir jól. Kostnaður við það er áætlaður um 450 milljónir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert