Háskólastarfsmenn skora á Alþingi

mbl.is/Kristinn

Um 250 háskólastarfsmenn hafa ritað undir áskorun til Alþingis vegna málefna Ríkisútvarpsins undir yfirskriftinni „Áskorun til Alþingis frá íslensku háskólafólki“. Skorað er á þingmenn að hætta við fyrirhugaðan niðurskurð fjárframlega til Ríkisútvarpsins sem boðaður hefur verið.

Þá er skorað á þingið að sjá til þess að útvarpsgjaldið renni óskipt til RÚV og þjóni þannig markmiðinu sem löggjafinn ætlar því. Loks er farið fram á að Alþingi þrýsti á stjórn RÚV ohf. að að sjá til þess að uppsagnir starfsmanna verði dregnar til baka og tryggja að Ríkisútvarpið geti starfað af þeim metnaði sem sæmir lykilstöðu þess í samfélaginu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert