Margir árekstrar á höfuðborgarsvæðinu

Aksturskilyrði hafa verið mjög slæm í dag.
Aksturskilyrði hafa verið mjög slæm í dag. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Fjöl­mörg um­ferðaró­höpp hafa orðið á höfuðborg­ar­svæðinu í dag, en snjó­koma og hálka hef­ur gert öku­mönn­um erfitt fyr­ir. Um 30 árekstr­ar höfðu verið bókaðir hjá Aðstoð & ör­yggi um kl. 17 í dag.

Óhöpp­in hafa verið af ýmsu tagi, aftaná­keyrsl­ur, árekstr­ar og þriggja bíla árekstr­ar. Einn ökumaður sá illa út um framrúðuna og ók inn á gatna­mót og rakst þar á bíl.

Nokkuð harður árekst­ur varð á Álfta­nes­vegi síðdeg­is. Draga þurfti báða bíla af vett­vangi með krana­bif­reið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert