Samþykkt að greiða desemberuppbót

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Sam­komu­lag hef­ur tek­ist um af­greiðslu þing­mála fyr­ir þinglok. Sam­komu­lagið fel­ur m.a. í sér að des­em­berupp­bót til at­vinnu­leit­enda verður greidd, en kostnaður við þetta er áætlaður um 450 millj­ón­ir.

Greiðsla á des­em­berupp­bót fel­ur í sér að gerð verður breyt­ing á fjár­auka­laga­frum­varpi. Aðrar breyt­ing­ar verða ekki gerðar á því. Hins veg­ar verða gerðar nokkr­ar breyt­ing­ar á fjár­laga­frum­varp­inu að kröfu stjórn­ar­and­stöðunn­ar.

„Við setj­um fjár­magn í mynd­list­ar­sjóð, hönn­un­ar­sjóð og fjár­veit­ingu inn í rann­sók­ar­sjóð, sam­tals um 100 millj­ón­ir. Það er einnig sam­komu­lag um að fella úr gildi komu­gjöld á sjúkra­hús,“ sagði Ragn­heiður Rík­h­arðsdótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins.

Ragn­heiður sagði að þess­ar breyt­ing­ar þýddu að fjár­lög yrðu af­greidd með held­ur minni af­gangi er áður var áætlað.

Nefnd­ir skipaðar um Fæðing­ar­or­lofs­sjóð og veiðileyf­a­gjöld

Ragn­heiður sagði að jafn­framt væri sam­komu­lag að skipa nefnd til að skoða hvernig skuli haga fæðing­ar­or­lofs­rétt­ind­um til framtíðar litið. Sömu­leiðis væri sam­komu­lag um að skipa nefnd til að skoða veiðileyf­a­gjöld á nýj­ar teg­und­ir í ís­lenskri lög­sögu.

„Ég er bú­inn að sitja yfir þess­um mönn­um dög­um sam­an að reyna að koma vit­inu fyr­ir þá og okk­ur tókst end­an­lega að fá þá til að samþykkja des­em­berupp­bót­ina nú í kvöld. Það var hluti af sam­komu­lagi um lok þingstarfa,“ sagði Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á Face­book í kvöld.

Ann­arri umræðu um fjár­laga­frum­varpið lauk kl. 23:50 í kvöld og var þing­fundi slitið í fram­haldi af því.

Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Ó​mar Óskars­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka