Utanríkismál ofviða Íslendingum

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason. mbl.is/Kristinn

Framganga íslenskra stjórnvalda vegna IPA-styrkja Evrópusambandið vekur áleitnar spurningar um getu Íslendinga til að halda á eigin utanríkismálum. Þetta er mat Björns Bjarnasonar, fv. ráðherra og eins helsta sérfræðings Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum.

Tilefnið er sá ágreiningur sem hefur risið vegna þeirrar ákvörðunar forystumanna Evrópusambandsins að skrúfa fyrir svonefnda IPA-styrki frá sambandinu, sem veittir voru til íslenskra stofnana í tilefni af aðildarumsókninni.

Björn telur málsmeðferð núverandi og síðustu ríkisstjórnar í IPA-málinu grafa undan trausti þjóðarinnar á framkvæmd utanríkisstefnunnar.

„Miðað við hve klaufalega ríkisstjórnir Jóhönnu [Sigurðardóttur] og Sigmundar Davíðs hafa haldið á ESB-málinu annars vegna og nú þeim anga þess sem snýr að IPA-styrkjunum hins vegar er ástæða til að velta fyrir sér hvort meðferð mikilvægra utanríkismála sé ekki lengur á færi íslenskra stjórnmálamanna eða íslenska stjórnkerfisins.

Stjórnmálamönnum og embættismönnum sé um megn að halda á málefnum þjóðarinnar á alþjóðavettvangi á þann veg að veki nauðsynlegt traust hjá íslensku þjóðinni og viðmælendum hennar á alþjóðavettvangi,“ segir Björn í pistli á vef Evrópuvaktarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert