Vill skoða breytt hlutverk Seðlabankans

„Ég spyr mig á hvaða veg­ferð þessi banki er. Þetta ger­ist í kjöl­far þess að hann lækk­ar ekki stýri­vexti ann­an mánuðinn í röð. Ég velti fyr­ir mér hvort þessi stofn­un valdi hlut­verki sínu eða hvort rétt sé að breyta hlut­verki hans vegna þess að mér finnst satt að segja ískyggi­legt ef þessi höfuðstofn­un efna­hags­mála á Íslandi hef­ur ekki trú á því að við get­um lagt af verðtrygg­ingu og við séum dæmd til þess að vera um ófyr­ir­séða framtíð í klóm henn­ar.“

Þetta sagði Þor­steinn Sæ­munds­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, í umræðum á Alþingi í dag. Sagðist hann telja þetta mjög al­var­legt og um­hugs­un­ar­vert. Rifjaði hann upp já­kvæð álit alþjóðlegu mats­fyr­ir­tækj­anna á fyr­ir­hugðum aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skulda­mál­um heim­il­anna og að Seðlabank­inn væri ekki sam­mála þeim.

„Það virðist vera þannig að Seðlabanki Íslands sé í ein­hverri veg­ferð sem ég skil ekki og þar á meðal hef­ur bank­inn fundið þess­um skulda­leiðrétt­ing­um ým­is­legt til foráttu og í gær kom svo fram einn sér­fræðing­ur bank­ans og lýsti þeirri skoðun að hér væri ekki hægt að leggja af verðtrygg­ingu.“

Þorsteinn Sæmundsson.
Þor­steinn Sæ­munds­son.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert