Vill skoða breytt hlutverk Seðlabankans

„Ég spyr mig á hvaða vegferð þessi banki er. Þetta gerist í kjölfar þess að hann lækkar ekki stýrivexti annan mánuðinn í röð. Ég velti fyrir mér hvort þessi stofnun valdi hlutverki sínu eða hvort rétt sé að breyta hlutverki hans vegna þess að mér finnst satt að segja ískyggilegt ef þessi höfuðstofnun efnahagsmála á Íslandi hefur ekki trú á því að við getum lagt af verðtryggingu og við séum dæmd til þess að vera um ófyrirséða framtíð í klóm hennar.“

Þetta sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í umræðum á Alþingi í dag. Sagðist hann telja þetta mjög alvarlegt og umhugsunarvert. Rifjaði hann upp jákvæð álit alþjóðlegu matsfyrirtækjanna á fyrirhugðum aðgerðum ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna og að Seðlabankinn væri ekki sammála þeim.

„Það virðist vera þannig að Seðlabanki Íslands sé í einhverri vegferð sem ég skil ekki og þar á meðal hefur bankinn fundið þessum skuldaleiðréttingum ýmislegt til foráttu og í gær kom svo fram einn sérfræðingur bankans og lýsti þeirri skoðun að hér væri ekki hægt að leggja af verðtryggingu.“

Þorsteinn Sæmundsson.
Þorsteinn Sæmundsson.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert