Atkvæðagreiðsla um aðra umræðu um frumvarp til fjárlaga lauk laust fyrir kl. 18 í dag. Frumvarp fer nú til þriðju umræðu, en reiknað er með að frumvarpið verði afgreitt sem lög frá Alþingi á föstudaginn.
Samkvæmt frumvarpinu er reiknað með að ríkissjóður verði rekinn með um 300 milljóna afgangi á næsta ári. Þetta er í fyrsta skipti frá hruni sem fjárlög eru afgreitt með afgangi.