Desemberuppbót fyrir unnin störf

Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks.
Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks. mbl.is

„Þar sem þetta er hugsað sem upp­bót fyr­ir unn­in störf verður að spyrja af hverju þetta er látið ná yfir at­vinnu­leit­end­ur. Hvað með aðra hópa sem fá ekki slíka upp­bót? Af hverju fá þeir ekki des­em­berupp­bót?“ spurði Karl Garðars­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, á Alþingi í dag en sam­komu­lag varð í gær á milli stjórn­ar­meiri­hlut­ans og stjórn­ar­and­stöðunn­ar um þinglok þar sem meðal ann­ars er gert ráð fyr­ir að greidd verði des­em­berupp­bót til at­vinnu­leit­enda.

Karl benti enn­frem­ur á að heim­ild væri í lög­um um greiðslu des­em­berupp­bót­ar til at­vinnu­leit­enda en það væri hins veg­ar ekki skylda. „Auðvitað vilj­um við öll að at­vinnu­laus­ir hafi það sem allra best um jól­in eins og aðrir lands­menn. Það hlýt­ur hins veg­ar að þurfa að setja spurn­ing­ar­merki við að far­in skuli sú leið að greiða þeim des­em­berupp­bót, ekki síst vegna eðlis þeirr­ar upp­bót­ar. Des­em­berupp­bót er samn­ings­bund­in bón­us­greiðsla sem at­vinnu­rek­end­um er skylt að greiða starfs­fólki sínu. Þetta er greiðsla sem er greidd sam­kvæmt starfs­hlut­falli og starfs­tíma hverju sinni.“

Tals­verð umræða skapaðist á Alþingi í upp­hafi þing­fund­ar í dag um des­em­berupp­bót­ina í tengsl­um við sam­komu­lagið. Stjórn­ar­and­stæðing­ar fögnuðu því að hafa náð þeirri kröfu sinni fram að upp­bót­in yrði greidd. Katrín Jak­obs­dótt­ir, formaður Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs, sagði um gríðarlega stórt mál að ræða fyr­ir stór­an hóp fólks. Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sagði hins veg­ar að mik­il­væg­asta verk­efnið í þeim efn­um hlyti að vera að fækka þeim sem þyrftu á at­vinnu­leys­is­bót­um að halda og þar með des­em­berupp­bót með því að tryggja þeim at­vinnu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert