Borgarbyggð hefur ráðið Egil Ólafsson sagnfræðing og blaðamann til að skrifa sögu Borgarness. Hann mun hefja störf í byrjun árs 2014.
Áætlað er að bókin komi út vorið 2017, en þá verða liðin 150 ár frá því að Borgarnes fékk löggildingu sem verslunarstaður, segir í frétt á vef Borgarbyggðar.
Egill er alinn upp í Borgarnesi og síðar á Hundastapa á Mýrum. Eftir að hann lauk sagnfræðinámi hefur hann starfað sem blaðamaður og undanfarin 20 ár hefur hann starfað á Morgunblaðinu og mbl.is.