Gæðin en ekki magnið skiptir máli

Jóhanna María í ræðustól.
Jóhanna María í ræðustól.

„Samkvæmt samantekt hef ég talað minnst úr ræðustól Alþingis frá því ég byrjaði. En ég hef alltaf haldið því fram að það séu gæðin en ekki magnið sem skiptir máli,“ segir Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag vegna frétta um að hún hafi talað minnst á þinginu til þessa.

Jóhanna segist ennfremur hafa vanið sig á að fara ekki upp í ræðustól Alþingis nema hún hefði eitthvað að segja „og einnig að vera ekki að margendurtaka ef skoðun mín eða það sem ég hefði viljað segja hefur komið fram, með því er maður ekki að tefja mál og eyða tíma í óþarfa stagl.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert