Meiri eftirspurn hefur verið eftir kjötafurðum beint frá býli fyrir þessi jól en nokkurn tímann áður.
Kofareykt hangikjöt nýtur mikilla vinsælda og mest aukning er í tvíreykta kjötinu. Það er ekki aðeins aukning í hangikjötssölu beint frá býli því talsverð eftirspurn er eftir vistvænu svínakjöti.
Fleiri afurðir eru í boði eins og ostar og ís. Þannig anna framleiðendur á rjómaís undir merkjum Holtsels ekki eftirspurn, að því er fram kemur í umfjöllun um þessa þróun í Morgunblaðinu í dag.