Atvinnulaus og vann 70 milljónir

mbl.is

Seinni vinningshafinn frá því í lottóinu á laugardaginn er búinn að gefa sig fram, atvinnulaus fjölskyldukona sem býr á höfuðborgarsvæðinu. Potturinn var áttfaldur í fyrsta sinn í sögu lottósins.

Það var fyrir tilviljun að hún kom við á Select á Bústaðavegi, hún var að koma úr Vesturbænum og var alveg við það að verða bensínlaus, segir í frétt Íslenskrar getspár. Afgreiðslumaðurinn var sérstaklega elskulegur og þjónustulundaður og bauð henni að kaupa lottómiða, sem hún þáði,10 raða sjálfvalsseðil sem kostar 1300 krónur. Hún skoðaði miðann ekki fyrr en eftir hádegið í dag eftir að hún hafði heyrt að annar miðinn hefði verið keyptur á þessari stöð.   

Titraði og skalf

Þegar í ljós kom að þetta var vinningsmiðinn titraði konan og skalf. Hún setti miðann í veskið og skellti sér í sturtu og tók veskið með sér inn á baðherbergið því að allt í einu þorði hún ekki að líta af því, samt var hún búin að þvælast með það út um allt með 70 milljón króna lottómiða í veskinu án þess að hún hefði hugmynd um það.  

Konan var ekki búin að segja eiginmanninum sínum þessi gleðitíðindi, vildi fullvissa sig um að þetta væri örugglega raunveruleikinn að hún hefði 70 milljón króna vinningsmiða í höndunum. Það er sannkölluð draumastaða að vera í þeirri aðstöðu að fá að segja maka sínum svona gleðitíðindi. 

Frétt mbl.is: Ætlar að bjarga foreldrum sínum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert