Brjóstverkir á jólanótt

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa alltaf vaktina, líka á aðfangadagskvöld, og …
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa alltaf vaktina, líka á aðfangadagskvöld, og eru reiðubúnir að aðstoða. mbl.is/Árni Sæberg

Flest­ir lands­menn njóta þess að eiga frí frá störf­um á aðfanga­dags­kvöld og verja kvöld­inu í faðmi fjöl­skyld­unn­ar. Nokkr­ar starfs­stétt­ir standa þó alltaf vakt­ina, all­an sól­ar­hring­inn, all­an árs­ins hring. Þetta eru meðal ann­ars lög­regluþjón­ar, slökkviliðsmenn og sjúkra­flutn­inga­menn.

Að sögn Svein­björns Berents­son­ar, slökkviliðsmanns og bráðatækn­is, er skemmti­legt að vinna um jól­in þótt vissu­lega sé leiðin­legt að geta ekki verið heima og notið hátíðar­inn­ar í faðmi fjöl­skyld­unn­ar.

Hátíðlegri brag­ur yfir vakt­inni

Vakt­ir Slökkviliðs höfuðborg­ar­svæðis­ins eru full­mannaðar líkt og aðra daga árs­ins og eru því tutt­ugu starfs­menn á vakt á aðfanga­dags­kvöld. Unnið er á öll­um þrem­ur starfs­stöðvun­um, í Hafnar­f­irði, í Skóg­ar­hlíð og í Árbæ. Vakta­skipti eru rétt fyr­ir hálf­átta um kvöldið og því hafa þeir starfs­menn sem taka við kvöld­vakt­inni flest­ir náð að borða kvöld­mat og ef til vill taka upp einn eða tvo pakka áður en vakt­in hefst.

„Það er ann­ar og hátíðlegri brag­ur yfir vakt­inni þetta kvöld,“ seg­ir Svein­björn. Starfs­fólkið klæðist hátíðarein­kenn­is­föt­um á vakt­inni og þá er einnig boðið upp á hátíðar­kvöld­verð. „Þetta kvöld er yf­ir­leitt meira að gera í sjúkra­flutn­ing­un­um,“ seg­ir Svein­björn en hluti af verk­efn­um vakt­anna á aðfanga­dag er að koma sjúk­ling­um til og fá sjúkra­hús­um. Sum­ir fá heim­far­ar­leyfi til að njóta kvölds­ins með fjöl­skyld­unni og seg­ir Svein­björn að sjúk­ling­arn­ir séu yf­ir­leitt mjög þakk­lát­ir fyr­ir þjón­ust­una sem geri þeim kleift að eyða kvöld­stund heimavið.

Svein­björn seg­ir að nokkuð sé um að reykti og saltaði mat­ur­inn sem lands­menn inn­byrða fari illa í þá sem eru með und­ir­liggj­andi vanda­mál. Þá skap­ist ójafn­vægi á vatns­bú­skap lík­am­ans, fólk fær verk fyr­ir brjóstið og ósk­ar þá eft­ir lækn­isaðstoð. Einnig er alltaf eitt­hvað um út­köll vegna bruna eða vatns­tjóns. Fólk gleymi log­andi kert­um í skreyt­ing­um, af því geti hlot­ist bruni og mik­il­vægt sé að skipta reglu­lega um raf­hlöðu í reyk­skynj­ur­um.

Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn standa alltaf vaktina, líka á aðfangadagskvöld, og …
Slökkviliðs- og sjúkra­flutn­inga­menn standa alltaf vakt­ina, líka á aðfanga­dags­kvöld, og eru reiðubún­ir að aðstoða. Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert