Verður vínlaust á Ísafirði?

Vínbúð.
Vínbúð. Heiðar Kristjánsson

Síðasta vörusending Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins til Ísafjarðar var afgreidd frá birgðastöðinni í Reykjavík í morgun. Næsta sending verður ekki afgreidd fyrr en eftir áramót. Gangi áætlanir ekki eftir gæti því orðið vínskortur á Ísafirði milli jóla og nýárs.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við mbl.is að mjög litlar líkur séu á því að vínlaust verði á Ísafirði eða í öðrum vínbúðum landsins. „Þó að við eigum von á miklum fjölda viðskiptavina,“ segir Sigrún Ósk.

Frá þessu er greint á vefsvæði Bæjarins besta. „Við vitum ekki hversu líklegt er að fólk grípi í tómt, en það fer eftir því hvort fólk kaupir eins og við áætlum. Ef áætlunin stenst ekki, þá verður að taka því. Þetta er það sem jólin gera, þau hreyfast,“ segir Snorri Grímsson, útsölustjóri Vínbúðarinnar á Ísafirði, í samtali við BB. Ástæðan fyrir því að sending berst ekki á milli jóla og nýárs er sú að aðeins er um tveggja daga vinnuviku að ræða. „Það tekur alltaf tvo daga eða meira að fá sendingar afgreiddar.“ Því reyni á forsjálnina.

Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, segir í samtali við mbl.is að mjög litlar líkur séu á því að vínlaust verði á Ísafirði eða í öðrum vínbúðum landsins. „Þó að við eigum von á miklum fjölda viðskiptavina,“ segir Sigrún Ósk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka