SAMFOK og borgin auka samstarf

Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Birgitta Bára Hassenstein varaformaður …
Oddný Sturludóttir formaður skóla- og frístundaráðs, Birgitta Bára Hassenstein varaformaður SAMFOK´s og Ragnar Þorsteinsson sviðsstjóri SFS við undirritun samningsins.

Nýr sam­starfs­samn­ing­ur milli skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar við SAM­FOK, sam­tök for­eldra grunn­skóla­barna í Reykja­vík var und­ir­ritaður í morg­un.  Mark­mið samn­ings­ins er að styrkja starf grunn­skól­anna í Reykja­vík með öfl­ugu og góðu sam­starfi for­eldra og skóla. Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér styrk frá skóla- og frí­stunda­sviði að and­virði 8 millj­óna króna á ár­inu 2014. 

Birgitta Bára Has­sen­stein vara­formaður SAM­FOK´s, og Ragn­ar Þor­steins­son, sviðsstjóri skóla- og frí­stunda­sviðs, und­ir­rituðu samn­ing­inn að viðstaddri Odd­nýju Sturlu­dótt­ur, for­manni skóla- og frí­stundaráðs. 

Odd­ný seg­ir í frétta­til­kynn­ingu að samn­ing­inn sé ánægju­efni. Hann vitni um traust sam­starf for­eldra­sam­tak­anna og fræðslu­yf­ir­valda í borg­inni. SAM­FOK sé sam­starfsaðili sem vinni að því að efla þátt­töku for­eldra í skóla­starfi, enda sýni rann­sókn­ir að virk þátt­taka for­eldra skipti miklu máli hvað varðar vel­ferð og náms­ár­ang­ur barna.

Sam­starf SAM­FOK og skóla­yf­ir­valda hef­ur staðið um ára­bil og auk­ist og eflst með hverju ári. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert