Starf útvarpsstjóra hefur verið auglýst laust til umsóknar á vef RÚV. Í auglýsingunni kemur fram að ráðið sé í stöðuna til fimm ára og að umsóknarfrestur sé til og með 6. janúar nk.
„Útvarpsstjóri hefur það hlutverk að framfylgja stefnu stjórnar Ríkisútvarpsins og gæta hagsmuna þess í hvívetna. Hann starfar í umboði stjórnar og er leiðtogi starfsfólks Ríkisútvarpsins,“ segir í atvinnuauglýsingunni.
Farið er fram á eftirfarandi menntunar- og hæfniskröfur: