Engin áhrif á samkomulagið

Hugmynd að því hvernig skipulag á nýju byggingarsvæði í Skerjafirði …
Hugmynd að því hvernig skipulag á nýju byggingarsvæði í Skerjafirði gæti litið út. Ljósmynd/© Christopher Lund – www.ma

Sú ákvörðun fjárlaganefndar Alþingis að samþykkja ekki tillögu um að heimila fjármálaráðherra að selja Reykjavíkurborg land í Skerjafirði hefur ekki áhrif á samkomulag sem ríki og borg skrifuðu undir í október um framtíð Reykjavíkurflugvallar.

Þetta sagði Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra á Alþingi í gær.

Í mars skrifuðu borgin og ríkið undir samkomulag um að borgin keypti land í Skerjafirði sem nú tilheyrir flugvellinum og áformar borgin að reisa nýja byggð á reitnum. Vegna mistaka í fjármálaráðuneytinu fór heimild fyrir sölunni ekki inn í fjárlög. Eins og áður segir hafnaði fjárlaganefnd tillögu um að setja heimildina þar inn nú, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert