Fimm hreindýr drápust

mbl.is/Frikki

Fimm hrein­dýr dráp­ust þegar jeppi ók á þau á hring­veg­in­um skammt frá af­leggj­ar­an­um að Vopnafirði. Að sögn lög­regl­unn­ar á Eg­ils­stöðum er mik­il þoka á svæðinu. Öku­mann jepp­ans sakaði ekki en hann lét lög­reglu vita.

Verið er að sækja hrein­dýr­in, en að sögn lög­reglu dráp­ust þau öll við höggið.

Vega­gerðin hef­ur bent veg­far­end­um á að hrein­dýra­hóp­ar séu nú við veg í Ham­ars­firði og Álftaf­irði og einnig í Reyðarf­irði. Eru veg­far­end­ur beðnir að gæta varúðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert