Ós Lagarfljóts fluttur um þrjá kílómetra til suðurs

Ós Lagarfljóts/Jöklu sem er fjærst á myndinni verður færður um …
Ós Lagarfljóts/Jöklu sem er fjærst á myndinni verður færður um þrjá kílómetra til suðurs.

„Þetta er mjög brýn framkvæmd. Maður sér alveg hvað er að gerast þarna. Ósinn brýtur sig alltaf lengra og lengra til norðurs og núna eru ekki nema fimm kílómetrar hingað að fjöllum, að ósi Fögruhlíðarár.“

Þetta segir Stefán Geirsson, bóndi á Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð, í Morgunblaðinu í dag um færslu á ós Lagarfljóts og Jöklu. Ós jökulfljótanna í Héraðsflóa hefur frá aldamótum færst norðar en hann var oftast á árunum 1945 til 2000. Hann var byrjaður að færast áður en meginhluta af vatni Jöklu var veitt í Lagarfljót eftir byggingu Kárahnjúkavirkjunar en hraðinn hefur aukist.

Ósinn er nú 3,2 kílómetrum norðar en hann var á seinni hluta síðustu aldar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að hætta sé á stórfelldum spjöllum á grónu landi og veiði í Fagrahlíðará er í hættu, eins og kom fram í miklum flóðum síðastliðið vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert